Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent 26. október 2006 09:20 Landsbanki Íslands. Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent