Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan 12. nóvember 2006 19:40 Kanadískir hermenn í Afganistan minnast fallinna félaga. MYND/AP 3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. Fimm ár eru nú frá því að ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana komið frá völdum en tölurnar sýna að stjórnvöld í landinu eiga mikið verk fyrir höndum. Í skýrslunni er farið yfir ástandið í landinu og þar segir að fjórum sinnum fleiri hafi fallið í ár en í fyrra, alls um 3700 manns. Stærstur hluti hinna föllnu eru andófsmenn en talið er að um þúsund óbreyttir borgarar séu í hópi hinna föllnu. Segir enn fremur í skýrslunni að öryggi í landinu hafi versnað á árinu og grafið undan uppbyggingu í Afganistan. Meðal annars hafi þurft að loka skólum í suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn hafa sig mest í frammi. Þá er bent á að spilling og vaxandi vantrú almennings á stjórnvöldum bitni á baráttunni við uppreisnarmenn. Sendinefnd á vegum öryggisráðs Sameinuð þjóðanna er nú á ferð um landið að meta ástandið, fimm árum eftir innrás bandamanna. Fram kom í máli yfirmanns nefndarinnar að erfiðasta verkefnið nú væri baráttan við uppreisnaröflin ásamt ópíumframleiðslunni i landinu. Hann sagði þó að alþjóðasamfélagið myndi áfram styðja afgönsku þjóðina á vegferð sinni til friðar og uppbyggingar.Undanfarna daga hafa verið hörð átök milli hermanna NATO og afganskra sveita annars vegar og andófsmanna hins vegar við landamærin að Pakistan og segja afgönsk yfirvöld að um 60 talibanar fallið í þeim átökum. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. Fimm ár eru nú frá því að ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana komið frá völdum en tölurnar sýna að stjórnvöld í landinu eiga mikið verk fyrir höndum. Í skýrslunni er farið yfir ástandið í landinu og þar segir að fjórum sinnum fleiri hafi fallið í ár en í fyrra, alls um 3700 manns. Stærstur hluti hinna föllnu eru andófsmenn en talið er að um þúsund óbreyttir borgarar séu í hópi hinna föllnu. Segir enn fremur í skýrslunni að öryggi í landinu hafi versnað á árinu og grafið undan uppbyggingu í Afganistan. Meðal annars hafi þurft að loka skólum í suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn hafa sig mest í frammi. Þá er bent á að spilling og vaxandi vantrú almennings á stjórnvöldum bitni á baráttunni við uppreisnarmenn. Sendinefnd á vegum öryggisráðs Sameinuð þjóðanna er nú á ferð um landið að meta ástandið, fimm árum eftir innrás bandamanna. Fram kom í máli yfirmanns nefndarinnar að erfiðasta verkefnið nú væri baráttan við uppreisnaröflin ásamt ópíumframleiðslunni i landinu. Hann sagði þó að alþjóðasamfélagið myndi áfram styðja afgönsku þjóðina á vegferð sinni til friðar og uppbyggingar.Undanfarna daga hafa verið hörð átök milli hermanna NATO og afganskra sveita annars vegar og andófsmanna hins vegar við landamærin að Pakistan og segja afgönsk yfirvöld að um 60 talibanar fallið í þeim átökum.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila