Jólahald um víða veröld 24. desember 2006 13:10 Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi. Hvað er meira við hæfi en að hefja þessa yfirferð í Betlehem, á Vesturbakka Jórdanar, þar sem Jesús Kristur er sagður hafa fæðst fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan. Þrátt fyrir ófriðinn sem geisað hefur á heimastjórnarsvæðunum að undanförnu var allt með kyrrum kjörum við fæðingarkirkjuna í morgun. Vegna ástandsins er ekki búist við mörgum pílagrímum þetta árið en kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta sig vanta til jólamessunnar þar. Þorri íbúa hins stríðshrjáða Íraks aðhyllist íslam en það þýðir þó ekki að jólunum sé ekki fagnað þar. Á meðal þeirra sem halda jólin hátíðleg eru breskir hermenn í hafnarborginni Basra. Þeir voru í óðaönn að skreyta jólatréð þegar fréttamenn AP-fréttastofunnar bar að garði í morgun. Árið 2006 hefur einkennst af miklum hörmungum í Írak og líklegast eru þessir menn glaðir yfir þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að kalla verulegan hluta herliðs síns heim á nýárinu. Færum okkur hinum megin á hnöttinn, í fyrstu jólaskrúðgöngu Brasilíu sem fram fór á Copabacana-ströndinni í Rio de Janeiro í gærkvöld. Borgarbúar áttu ekki í miklum vandræðum með að töfra fram þriggja kílómetra langa gleðigöngu enda ýmsu vanir úr kjötkveðjuhátíðunum margfrægu. Þeir ætla ekki að láta hér við sitja heldur er gert ráð fyrir annarri göngu á gamlárskvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi. Hvað er meira við hæfi en að hefja þessa yfirferð í Betlehem, á Vesturbakka Jórdanar, þar sem Jesús Kristur er sagður hafa fæðst fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan. Þrátt fyrir ófriðinn sem geisað hefur á heimastjórnarsvæðunum að undanförnu var allt með kyrrum kjörum við fæðingarkirkjuna í morgun. Vegna ástandsins er ekki búist við mörgum pílagrímum þetta árið en kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta sig vanta til jólamessunnar þar. Þorri íbúa hins stríðshrjáða Íraks aðhyllist íslam en það þýðir þó ekki að jólunum sé ekki fagnað þar. Á meðal þeirra sem halda jólin hátíðleg eru breskir hermenn í hafnarborginni Basra. Þeir voru í óðaönn að skreyta jólatréð þegar fréttamenn AP-fréttastofunnar bar að garði í morgun. Árið 2006 hefur einkennst af miklum hörmungum í Írak og líklegast eru þessir menn glaðir yfir þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að kalla verulegan hluta herliðs síns heim á nýárinu. Færum okkur hinum megin á hnöttinn, í fyrstu jólaskrúðgöngu Brasilíu sem fram fór á Copabacana-ströndinni í Rio de Janeiro í gærkvöld. Borgarbúar áttu ekki í miklum vandræðum með að töfra fram þriggja kílómetra langa gleðigöngu enda ýmsu vanir úr kjötkveðjuhátíðunum margfrægu. Þeir ætla ekki að láta hér við sitja heldur er gert ráð fyrir annarri göngu á gamlárskvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira