Áróður álmanna Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. janúar 2007 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun