Til hamingju með daginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 27. janúar 2007 00:01 Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun