Er Illugi í Sjálfstæðisflokknum? Árni Páll Árnason skrifar 8. febrúar 2007 00:01 Í síðustu viku benti ég hér á tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum, sem stendur á bak við sovéskættað stjórnkerfi sem veitir orkufyrirtækjum óheftan og niðurgreiddan aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Ég benti á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar virðist hann taka undir annað atriðið sem ég nefndi, sem sé að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju. Það mun enda þýða raunhæfari verðmyndun á þeim landgæðum sem til spillis fara við virkjanir. En hann talar um þetta í óljósum vangaveltutón („Ég hef lagt til að við skoðum það vel"). Tími vangaveltna er hins vegar liðinn því orkufyrirtækin eru nú að gera orkusölusamninga á báðar hendur og undirbúa án umhugsunar að brjóta náttúruperlur undir virkjanir. Þess vegna hefur Samfylkingin lagt til tafarlaust stóriðjuhlé, meðan virkjunarkostir eru metnir út frá verndargildi. Illugi hlífir sér líka við umræðu um hitt vandamálið, sem er ótakmarkaður aðgangur opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Það felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Því er rétt að spyrja aftur: Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins? Eru vangaveltur Illuga bara prívatskoðanir hans? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn áfram að láta okkur skattborgara niðurgreiða sókn orkufyrirtækja í takmarkaðar auðlindir eða ekki? Ætlar hann áfram að koma í veg fyrir að eðlileg markaðslögmál ráði við uppbyggingu stóriðju? Er það kannski svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi a.m.k. að hafa tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, formann Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku benti ég hér á tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum, sem stendur á bak við sovéskættað stjórnkerfi sem veitir orkufyrirtækjum óheftan og niðurgreiddan aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Ég benti á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar virðist hann taka undir annað atriðið sem ég nefndi, sem sé að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju. Það mun enda þýða raunhæfari verðmyndun á þeim landgæðum sem til spillis fara við virkjanir. En hann talar um þetta í óljósum vangaveltutón („Ég hef lagt til að við skoðum það vel"). Tími vangaveltna er hins vegar liðinn því orkufyrirtækin eru nú að gera orkusölusamninga á báðar hendur og undirbúa án umhugsunar að brjóta náttúruperlur undir virkjanir. Þess vegna hefur Samfylkingin lagt til tafarlaust stóriðjuhlé, meðan virkjunarkostir eru metnir út frá verndargildi. Illugi hlífir sér líka við umræðu um hitt vandamálið, sem er ótakmarkaður aðgangur opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Það felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Því er rétt að spyrja aftur: Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins? Eru vangaveltur Illuga bara prívatskoðanir hans? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn áfram að láta okkur skattborgara niðurgreiða sókn orkufyrirtækja í takmarkaðar auðlindir eða ekki? Ætlar hann áfram að koma í veg fyrir að eðlileg markaðslögmál ráði við uppbyggingu stóriðju? Er það kannski svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi a.m.k. að hafa tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, formann Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun