Samfylking vill stóriðjuhlé Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 19. mars 2007 00:01 Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar