Hvað er Long tail? Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar 11. júlí 2007 02:00 Long tail lýsir breytingu sem er að verða á samfélaginu okkar sem netið kom af stað. Með netinu er markaðurinn að færast frá því að einblína á fáar, vinsælar vörur, sem höfða til flestra, yfir á lítt þekktar sem höfða til fárra. Þekkt er sú regla að 20 prósent vara skili 80 prósent tekna. Af þessari ástæðu reyna flestar verslanir að bjóða einungis upp á vinsælustu vörurnar. Skífan á Laugaveginum hefur sem dæmi ekki endalaust hillupláss sem er þar af leiðandi ráðstafað í vinsælustu vörurnar hverju sinni og jaðarlistamenn sem ekki eru líklegir til að selja mikið fá lítið eða ekkert pláss. Long tail (Langur hali) nafnið er komið úr tölfræði og lýsir kúrfu eins og á myndinni. Þær vörur sem eru alveg vinstra megin á myndinni (Head) (Haus) eru vinsælustu vörurnar sem seljast mest. Vörurnar sem koma á eftir (Long tail) eru ekki eins vinsælar vörur sem seljast mun minna. Eins og í tilfelli Amazon er halinn hins vegar endalaus, þ.e.a.s. í hvert skipti sem Amazon bætir við bók á vörulistann seljast á hverju ári einhver eintök og halinn lengist. Samanlagt getur því halinn (Long tail) gefið meiri tekjur af sér en hausinn (Head). Af því dregur fyrirbrigðið nafn sitt, Long tail eða langur hali. Neytendur eru ekki eins „mainstream“ og við höldum. Ástæðan fyrir því að við höfum alltaf verið svona upptekin af þessum fáu vinsælu vörum (Head) eru að miklu leyti hagfræðilegar hindranir, þ.e.a.s. kostnaður við að koma vöru á markað sem selst ekki í miklu magni. Í slíkum heimi er miklu hagkvæmara að reyna að selja okkur öllum fáar mjög vinsælar vörur. Það hefur aftur á móti gert okkur öll mjög upptekin af þeim vörum því okkur hefur hreinlega ekki staðið annað til boða. Verslanir á netinu lúta allt öðrum lögmálum en hefðbundnar verslanir. iTunes (verslun sem selur tónlist á netinu) hefur gríðarlega mikið magn af lögum sem hægt er að kaupa beint í tölvuna. iTunes er í raun með óendanlega mikið hillupláss þar sem kostnaður við að bæta við nýju lagi er enginn og þarf á sama tíma ekki að glíma við það að vera staðbundin á t.d. Laugaveginum og verða því af viðskiptum á landsbyggðinni, m.ö.o. allir á jörðinni eru í jafn mikill fjarlægð frá versluninni. Hjá sambærilegum fyrirtækjum á netinu er dreifi-og birgðakostnaður enginn og lögmálin því allt önnur. Það ótrúlega er að fyrirtæki eins og Amazon fá oft meiri tekjur af samanlagðri sölu lítt þekktra vara en varanna sem eru vinsælastar. Meira en 50% af tekjum Amazon koma sem dæmi frá sölu á bókum sem eru fyrir neðan topp 130.000 á metsölulistanum þeirra. Markaðurinn er þar af leiðandi stærri fyrir jaðarbækur en metsölutitlana. Netmyndbandaleigan Netflix fær fimmtung af tekjunum sínum frá leigu á myndböndum sem eru neðar en topp 3.000 á vinsældalistanum þeirra. Tónlistarsíðan Rhapsody fær ennfremur 50% af sínum tekjum frá lögum sem eru neðar á vinsældalistanum en topp 10.000. Það er merkilegt að samfara þessari þróun hefur bóksala staðið í stað í Bandaríkjunum en á sama tíma breyst mikið. Núna selst minna af metsölubókum en meira af minna þekktum titlum. Það er að segja, fleiri titlar seljast nú en áður. Amazon og fleiri netverslanir læra inn á það hvað okkur líkar sem er mjög mikilvægt svo neytendur finni þær vörur sem höfða til þeirra í þessu mikla úrvali. Umsagnir og stjörnugjöf okkar og annarra viðskiptavina á síðunni gera þeim kleift að mæla með vörum sem aðrir, með sama smekk og við, hafa keypt og líkað. Þannig nær Amazon að mæla með lítt þekktum bókum sem við myndum sennilega aldrei finna í venjulegri bókabúð. Long tail má heimfæra á flesta geira. Bankar gætu t.d. tekið á móti viðskiptavinum sínum á netinu, reiknað út nákvæma stöðu þeirra og sífellt verið að bjóða þeim nýjar vörur eða leiðir innan bankans sjálfvirkt án þess að starfsmann bankans þyrfti til. Þannig gætu bankarnir verið að ýta klæðskerasniðnum lausnum (m.ö.o. jaðarvörum) til þeirra sem það ætti við. Social networks (sbr. Myspace) eru Long tail fyrirbæri. Á Myspace koma saman milljónir manna alls staðar að úr heiminum og sameinast þar um ýmis áhugamál, vörur og tískustrauma. Allir geta fundið eitthvað fyrir sig og jafnframt kynnst hópi af fólki með sama smekk. Jaðarhljómsveitir, kvikmyndagerðarmenn og aðrir listamenn geta því fundið þar markað fyrir list sína. Þessar markaðshindranir sem hverfa með netinu gera það að verkum að í flestum geirum er hægt að þjónusta neytendur á mun persónulegri hátt en áður. Enn fremur verður fjárhagslega hagkvæmt fyrir fyrirtæki að svara eftirspurn eftir jaðarvörum. Hér er því að eiga sér stað mikil breyting á umhverfi fyrirtækja. Neytendur eru að breyta kauphegðun sinni sem á einungis eftir að aukast á komandi árum. Neytendur vilja geta verslað vöru og þjónustu sem mætir nákvæmlega þeirra eigin þörfum. Ekki „one-size-fits-all“ lausnir. Íslensk fyrirtæki verða að taka þetta inn í myndina þegar þau skipuleggja framtíð sína því komandi samkeppni þarf ekki að vera ný verslun í Kringlunni eða Smáralind. Það eru allt eins miklar líkur á því að hún verði á Indlandi, Brasilíu eða Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Long tail lýsir breytingu sem er að verða á samfélaginu okkar sem netið kom af stað. Með netinu er markaðurinn að færast frá því að einblína á fáar, vinsælar vörur, sem höfða til flestra, yfir á lítt þekktar sem höfða til fárra. Þekkt er sú regla að 20 prósent vara skili 80 prósent tekna. Af þessari ástæðu reyna flestar verslanir að bjóða einungis upp á vinsælustu vörurnar. Skífan á Laugaveginum hefur sem dæmi ekki endalaust hillupláss sem er þar af leiðandi ráðstafað í vinsælustu vörurnar hverju sinni og jaðarlistamenn sem ekki eru líklegir til að selja mikið fá lítið eða ekkert pláss. Long tail (Langur hali) nafnið er komið úr tölfræði og lýsir kúrfu eins og á myndinni. Þær vörur sem eru alveg vinstra megin á myndinni (Head) (Haus) eru vinsælustu vörurnar sem seljast mest. Vörurnar sem koma á eftir (Long tail) eru ekki eins vinsælar vörur sem seljast mun minna. Eins og í tilfelli Amazon er halinn hins vegar endalaus, þ.e.a.s. í hvert skipti sem Amazon bætir við bók á vörulistann seljast á hverju ári einhver eintök og halinn lengist. Samanlagt getur því halinn (Long tail) gefið meiri tekjur af sér en hausinn (Head). Af því dregur fyrirbrigðið nafn sitt, Long tail eða langur hali. Neytendur eru ekki eins „mainstream“ og við höldum. Ástæðan fyrir því að við höfum alltaf verið svona upptekin af þessum fáu vinsælu vörum (Head) eru að miklu leyti hagfræðilegar hindranir, þ.e.a.s. kostnaður við að koma vöru á markað sem selst ekki í miklu magni. Í slíkum heimi er miklu hagkvæmara að reyna að selja okkur öllum fáar mjög vinsælar vörur. Það hefur aftur á móti gert okkur öll mjög upptekin af þeim vörum því okkur hefur hreinlega ekki staðið annað til boða. Verslanir á netinu lúta allt öðrum lögmálum en hefðbundnar verslanir. iTunes (verslun sem selur tónlist á netinu) hefur gríðarlega mikið magn af lögum sem hægt er að kaupa beint í tölvuna. iTunes er í raun með óendanlega mikið hillupláss þar sem kostnaður við að bæta við nýju lagi er enginn og þarf á sama tíma ekki að glíma við það að vera staðbundin á t.d. Laugaveginum og verða því af viðskiptum á landsbyggðinni, m.ö.o. allir á jörðinni eru í jafn mikill fjarlægð frá versluninni. Hjá sambærilegum fyrirtækjum á netinu er dreifi-og birgðakostnaður enginn og lögmálin því allt önnur. Það ótrúlega er að fyrirtæki eins og Amazon fá oft meiri tekjur af samanlagðri sölu lítt þekktra vara en varanna sem eru vinsælastar. Meira en 50% af tekjum Amazon koma sem dæmi frá sölu á bókum sem eru fyrir neðan topp 130.000 á metsölulistanum þeirra. Markaðurinn er þar af leiðandi stærri fyrir jaðarbækur en metsölutitlana. Netmyndbandaleigan Netflix fær fimmtung af tekjunum sínum frá leigu á myndböndum sem eru neðar en topp 3.000 á vinsældalistanum þeirra. Tónlistarsíðan Rhapsody fær ennfremur 50% af sínum tekjum frá lögum sem eru neðar á vinsældalistanum en topp 10.000. Það er merkilegt að samfara þessari þróun hefur bóksala staðið í stað í Bandaríkjunum en á sama tíma breyst mikið. Núna selst minna af metsölubókum en meira af minna þekktum titlum. Það er að segja, fleiri titlar seljast nú en áður. Amazon og fleiri netverslanir læra inn á það hvað okkur líkar sem er mjög mikilvægt svo neytendur finni þær vörur sem höfða til þeirra í þessu mikla úrvali. Umsagnir og stjörnugjöf okkar og annarra viðskiptavina á síðunni gera þeim kleift að mæla með vörum sem aðrir, með sama smekk og við, hafa keypt og líkað. Þannig nær Amazon að mæla með lítt þekktum bókum sem við myndum sennilega aldrei finna í venjulegri bókabúð. Long tail má heimfæra á flesta geira. Bankar gætu t.d. tekið á móti viðskiptavinum sínum á netinu, reiknað út nákvæma stöðu þeirra og sífellt verið að bjóða þeim nýjar vörur eða leiðir innan bankans sjálfvirkt án þess að starfsmann bankans þyrfti til. Þannig gætu bankarnir verið að ýta klæðskerasniðnum lausnum (m.ö.o. jaðarvörum) til þeirra sem það ætti við. Social networks (sbr. Myspace) eru Long tail fyrirbæri. Á Myspace koma saman milljónir manna alls staðar að úr heiminum og sameinast þar um ýmis áhugamál, vörur og tískustrauma. Allir geta fundið eitthvað fyrir sig og jafnframt kynnst hópi af fólki með sama smekk. Jaðarhljómsveitir, kvikmyndagerðarmenn og aðrir listamenn geta því fundið þar markað fyrir list sína. Þessar markaðshindranir sem hverfa með netinu gera það að verkum að í flestum geirum er hægt að þjónusta neytendur á mun persónulegri hátt en áður. Enn fremur verður fjárhagslega hagkvæmt fyrir fyrirtæki að svara eftirspurn eftir jaðarvörum. Hér er því að eiga sér stað mikil breyting á umhverfi fyrirtækja. Neytendur eru að breyta kauphegðun sinni sem á einungis eftir að aukast á komandi árum. Neytendur vilja geta verslað vöru og þjónustu sem mætir nákvæmlega þeirra eigin þörfum. Ekki „one-size-fits-all“ lausnir. Íslensk fyrirtæki verða að taka þetta inn í myndina þegar þau skipuleggja framtíð sína því komandi samkeppni þarf ekki að vera ný verslun í Kringlunni eða Smáralind. Það eru allt eins miklar líkur á því að hún verði á Indlandi, Brasilíu eða Kanada.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun