Þannig er laganna hljóðan Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. ágúst 2007 06:00 Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lögbundnum leikreglum. Í regluverki og hugmyndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram gert sumar hugmyndir að gæluverkefnu en lagt stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráðherra.“ Lögunum fylgtEkki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkisvaldið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum að hafa skoðun á málefnum lands og þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur. Skammt á veg komiðAð öðru leyti hef ég í umræðum um olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því hefur verið haldið fram að framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér málið vita að framundan er langt ferli sem leiða mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar framkvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheimildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmálamanna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar, hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar íslenska ríkisins. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lögbundnum leikreglum. Í regluverki og hugmyndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram gert sumar hugmyndir að gæluverkefnu en lagt stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráðherra.“ Lögunum fylgtEkki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkisvaldið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum að hafa skoðun á málefnum lands og þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur. Skammt á veg komiðAð öðru leyti hef ég í umræðum um olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því hefur verið haldið fram að framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér málið vita að framundan er langt ferli sem leiða mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar framkvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheimildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmálamanna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar, hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar íslenska ríkisins. Höfundur er umhverfisráðherra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun