Níundi besti árangur sögunnar hjá Dallas 15. apríl 2007 23:55 Devin Harris átti góðan leik fyrir Dallas gegn San Antoino í einvíginu um Texas í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira