Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild 21. apríl 2007 03:33 Úrslitakeppnin hefst með látum í kvöld og þá verður leikur Detroit og Orlando sýndur beint á NBA TV. Sýn Extra sýnir svo leik Phoenix og LA Lakers annað kvöld klukkan 19 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira