Titilvörn Miami hófst með tapi 22. apríl 2007 11:07 Það var hart barist í leik Miami og Chicago í nótt. MYND/Getty New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik. NBA Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik.
NBA Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira