Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik 7. maí 2007 01:58 Sauma þurfti sex spor í nefið á Steve Nash eftir samstuðið við Tony Parker, en fjarvera hans í lokin var Phoenix dýr NordicPhotos/GettyImages San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld." NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld."
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira