Frestur er á öllu bestur Benedikt Jóhannesson skrifar 27. nóvember 2008 07:00 Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun