Enn rembist Framsókn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. júlí 2008 00:01 Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun