Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2025 07:03 Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun