Fjárfestar glaðir með efnahagsráðgjafa vestanhafs 26. nóvember 2008 21:07 Miðlarar taka tölurnar niður á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira