Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum í dag 17. nóvember 2008 21:11 Kaupahéðnar á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AP Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira