LeBron James er orðinn betri en Kobe Bryant 19. maí 2009 14:39 Margir spá því að Kobe Bryant og LeBron James muni mætast í lokaúrslitum NBA í júní Nordic Photos/Getty Images LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira