NBA í nótt: Dallas og Boston náðu forystu - Utah minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 09:00 San Antonio átti ekki möguleika í Dirk Nowitzky og félaga í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira