Kobe Bryant braut 40 stiga múrinn í sjötta sinn í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2009 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant skoraði 40 stig í 111-108 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunders í nótt en þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sá sextándi í síðustu 17 leikjum. Þetta var í sjötta sinn sem Kobe Bryant brýtur 40 stiga múrinn á tímabilinu en hann hitti úr 14 af 26 skotum sínum og var að auki með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Pau Gasol bætti við 15 stigum og 11 fráköstum en Lakers-liðið virkaði þreytulegt eftir fjögurra leikja útileikjaferðalag. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma City Thunders og félagi hans Russell Westbrook var með 21 stig og 13 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum. Paul Pierce lét ekki aftra sér að klikka á tíu fyrstu skotunum sínum og skoraði 21 stig í 103-94 sigri Boston Celtics á Indiana Pacers. Kendrick Perkins var með 19 stig og 8 fráköst og þá kom Rasheed Wallace inn fyrir meiddan Kevin Garnett og bætti við 9 stigum og 13 fráköstum. Troy Murphy var með 24 stig og 18 fráköst hjá Indiana. Gilbert Arenas skoraði 31 stig í 105-98 sigri Washington Wizards á Philadelphia 76ers. Elton Brand var með 18 stig og 12 fráköst hjá 76ers liðinu. David Lee skoraði mikilvæga körfu í lokin og endaði með 18 stig og 21 frákast í 88-81 sigri New York Knicks á Chicago Bulls. Al Harrington skoraði 20 stig fyrir Knicks en Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls með 26 stig þar af komu 22 þeirra í seinni hálfleik. Gerald Wallace var með 29 stig og 12 fráköst í 88-76 sigri Charlotte Bobcats á Detroit Pistons. Rodney Stuckey skoraði 20 stig í fimmta tapi liðsins í röð en Pistons-liðið var án þeirra Richard Hamilton (aftan í læri), Tayshaun Prince (bak) og Ben Gordon (ökkli) sem saman skora 52 stig að meðaltali í leik. Jamal Crawford var með 26 stig og Joe Johnson skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-87 sigur á Minnesota Timberwolves. Kevin Love var með 15 stig og 19 fráköst hjá Minnesota. Zach Randolph skoraði 33 stig og tók 18 fráköst í 121-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warroirs. Marc Gasol og O.J. Mayo voru báðir með 22 stig í þriðja sigri Memphis í röð. Corey Maggette skoraði mest fyrir Golden State eða 25 stig en þetta var sjötta tap liðsins í röð. Brandon Roy var með 23 stig í 85-81 sigri Portland Trail Blazers á Dallas Mavericks og LaMarcus Aldridge bætti við 19 stigum og 12 fráköstum í endurkomuleik hjá Portland. Dirk Nowitzki var með 27 stig og 9 fráköst í fyrsta leik sínum eftir að hafa fengið tennur andstæðingsins í olnbogann. Carl Landry var með 27 stig í sínum fyrsta leik eftir að hafa skilið tvær tennur eftir í olnboga Nowitzki en Landry og félagar í Houston Rockets unnu þá 108-99 sigur á Los Angeles Clippers. Landry hitti úr 7 af 10 skotum sínum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Chris Kaman var með 29 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 40 stig í 111-108 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunders í nótt en þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sá sextándi í síðustu 17 leikjum. Þetta var í sjötta sinn sem Kobe Bryant brýtur 40 stiga múrinn á tímabilinu en hann hitti úr 14 af 26 skotum sínum og var að auki með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Pau Gasol bætti við 15 stigum og 11 fráköstum en Lakers-liðið virkaði þreytulegt eftir fjögurra leikja útileikjaferðalag. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma City Thunders og félagi hans Russell Westbrook var með 21 stig og 13 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum. Paul Pierce lét ekki aftra sér að klikka á tíu fyrstu skotunum sínum og skoraði 21 stig í 103-94 sigri Boston Celtics á Indiana Pacers. Kendrick Perkins var með 19 stig og 8 fráköst og þá kom Rasheed Wallace inn fyrir meiddan Kevin Garnett og bætti við 9 stigum og 13 fráköstum. Troy Murphy var með 24 stig og 18 fráköst hjá Indiana. Gilbert Arenas skoraði 31 stig í 105-98 sigri Washington Wizards á Philadelphia 76ers. Elton Brand var með 18 stig og 12 fráköst hjá 76ers liðinu. David Lee skoraði mikilvæga körfu í lokin og endaði með 18 stig og 21 frákast í 88-81 sigri New York Knicks á Chicago Bulls. Al Harrington skoraði 20 stig fyrir Knicks en Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls með 26 stig þar af komu 22 þeirra í seinni hálfleik. Gerald Wallace var með 29 stig og 12 fráköst í 88-76 sigri Charlotte Bobcats á Detroit Pistons. Rodney Stuckey skoraði 20 stig í fimmta tapi liðsins í röð en Pistons-liðið var án þeirra Richard Hamilton (aftan í læri), Tayshaun Prince (bak) og Ben Gordon (ökkli) sem saman skora 52 stig að meðaltali í leik. Jamal Crawford var með 26 stig og Joe Johnson skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-87 sigur á Minnesota Timberwolves. Kevin Love var með 15 stig og 19 fráköst hjá Minnesota. Zach Randolph skoraði 33 stig og tók 18 fráköst í 121-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warroirs. Marc Gasol og O.J. Mayo voru báðir með 22 stig í þriðja sigri Memphis í röð. Corey Maggette skoraði mest fyrir Golden State eða 25 stig en þetta var sjötta tap liðsins í röð. Brandon Roy var með 23 stig í 85-81 sigri Portland Trail Blazers á Dallas Mavericks og LaMarcus Aldridge bætti við 19 stigum og 12 fráköstum í endurkomuleik hjá Portland. Dirk Nowitzki var með 27 stig og 9 fráköst í fyrsta leik sínum eftir að hafa fengið tennur andstæðingsins í olnbogann. Carl Landry var með 27 stig í sínum fyrsta leik eftir að hafa skilið tvær tennur eftir í olnboga Nowitzki en Landry og félagar í Houston Rockets unnu þá 108-99 sigur á Los Angeles Clippers. Landry hitti úr 7 af 10 skotum sínum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Chris Kaman var með 29 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira