Kobe með flautukörfu í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2009 09:19 Kobe Bryant í leik með LA Lakers. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103 NBA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103
NBA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira