NBA í nótt: Nowitzky með 29 stig í einum leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2009 09:00 Dirk Nowitzky fór mikinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst. NBA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst.
NBA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira