Ráðstefnan á íslenskum stól 10. desember 2009 04:15 Hönnunargripurinn íslenski stendur í röðum í ráðstefnusalnum. Hann var valinn með tilliti til útlits, þæginda, verðs og þess hve umhverfisvænn hann þykir.Nordicphotos / afp Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id Loftslagsmál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id
Loftslagsmál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira