15. meistaratitill LA Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2009 08:59 Kobe Bryant með bikarana tvo og fjóra fingur á lofti eftir leikinn í nótt. Nordic Photos / AFP Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum. NBA Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum.
NBA Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira