Aðlögun í boði ESB 30. ágúst 2010 06:00 Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar