Ögurstund í uppsiglingu fyrir Björgólf Thor Björgólfsson 8. mars 2010 12:11 Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira