Sibert 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun