Erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann 31. maí 2010 03:00 „Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum. Kosningar 2010 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum.
Kosningar 2010 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira