Ekkert persónukjör í kosningunum í vor 5. maí 2010 06:15 Ráðhús Reykjavíkur. Sveitarfélögin töldu ekki nægan tíma til að breyta lögum um kosningar og koma á persónukjöri. Ekkert slíkt verður í boði í kosningunum 29. maí.fréttablaðið/stefán Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. „Þetta næst ekki fyrir kosningar og ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin lögðust alfarið gegn því og töldu allt of stuttan fyrirvara að koma persónukjöri á fyrir kosningarnar í vor,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Háværar kröfur voru um persónukjör í og eftir búsáhaldabyltinguna. Dómsmálaráðherra lagði fram tvö frumvörp um málið í nóvember, annars vegar til alþingis- og hins vegar sveitarstjórnarkosninga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ hafi mönnum þótt tíminn of knappur til kosninga í vor. Margt í frumvarpinu hafi fallið að hugmyndum lýðræðisnefndar sambandsins en annað gengið of skammt. „Við töldum að tíminn þyrfti að vera betri og einnig að það yrði að vera hægt að velja af öðrum listum líka.“ Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sendi nefndinni neikvæða umsögn og lagði til að frumvarpinu yrði vísað inn í umræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn væri hins vegar reiðubúinn til að skoða ýmsa möguleika á að auka áhrif kjósenda á röðun lista, meðal annars rýmri heimildir til útstrikunar og endurröðunar. Steinunn Valdís segir að málið verði tekið aftur í haust, enda séu fáir þingdagar eftir. „Við reynum að klára þetta þá. Þetta er eitt af stóru umbótamálunum sem verða að komast í gegn. Um þetta eru hins vegar deildar meiningar.“ kolbeinn@frettabladid.is steinunn valdís óskarsdóttir Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. „Þetta næst ekki fyrir kosningar og ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin lögðust alfarið gegn því og töldu allt of stuttan fyrirvara að koma persónukjöri á fyrir kosningarnar í vor,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Háværar kröfur voru um persónukjör í og eftir búsáhaldabyltinguna. Dómsmálaráðherra lagði fram tvö frumvörp um málið í nóvember, annars vegar til alþingis- og hins vegar sveitarstjórnarkosninga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ hafi mönnum þótt tíminn of knappur til kosninga í vor. Margt í frumvarpinu hafi fallið að hugmyndum lýðræðisnefndar sambandsins en annað gengið of skammt. „Við töldum að tíminn þyrfti að vera betri og einnig að það yrði að vera hægt að velja af öðrum listum líka.“ Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sendi nefndinni neikvæða umsögn og lagði til að frumvarpinu yrði vísað inn í umræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn væri hins vegar reiðubúinn til að skoða ýmsa möguleika á að auka áhrif kjósenda á röðun lista, meðal annars rýmri heimildir til útstrikunar og endurröðunar. Steinunn Valdís segir að málið verði tekið aftur í haust, enda séu fáir þingdagar eftir. „Við reynum að klára þetta þá. Þetta er eitt af stóru umbótamálunum sem verða að komast í gegn. Um þetta eru hins vegar deildar meiningar.“ kolbeinn@frettabladid.is steinunn valdís óskarsdóttir
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira