Undirbjó morðið í marga mánuði Andri Ólafsson skrifar 21. nóvember 2010 18:30 Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira