Tækifæri til að bæta ímyndina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun