Stöndum vörð um börnin okkar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 20. nóvember 2010 07:45 Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun