Aðalsteini svarað Þröstur Ólafsson skrifar 13. desember 2010 06:00 Það er greinilega þungt undir fæti að ræða alvörumál án þess að gusað sé á mann tilfinningaþrungnum formælingum og ásökunum um landsbyggðarfjandsemi. Í grein benti ég á að ríkið þyrfti að spara og færði rök fyrir því, að það sé ekki sama hvernig það sé gert. Aðalsteinn Baldursson sendir mér tóninn 8. des.s.l. Til að auðvelda reiðilestur sinn, dylgjar hann um að ég telji landsbyggðina bagga á samfélaginu og fer í einhvern misskilinn samanburð um verðmætasköpun. Ýmislegt fleira smekklegt fylgir bráðlyndi hans, sem ég hirði ekki um að sinna. Við Íslendingar komumst ekki að neinni skynsamlegri niðurstöðu um framtíð lýðs og lands ef við höldum áfram að skiptast á skoðunum með svikabrigslyrðum eða slagorðum. Ég vil þó þakka Aðalsteini fyrir grein hans, því hún gefur tilefni til skýra betur hvað fyrir mér vakti með skrifum mínum þann 1.des. s.l. Megin mál mitt var að draga þurfi verulega úr ríkisútgjöldum. Við værum skuldug þjóð sem borgi háa vexti . Búið sé að þenja tekjukerfi ríkisins til hins ýtrasta. Vegna hallareksturs verði að lækka ríkisútgjöld. Ég lagði til að í stað þess að skera almennt niður í ríkiskerfinu skuli kerfið skorið upp. Ef við héldum áfram að skera niður á öllum sviðum, myndum við veika kjarnastofnanir ríkisins svo umtalsvert að þær gætu ekki sinnt alvöru gæða þjónustu fyrir þjóðina. Allar stofnanir og félagslegar tilfærslur yrðu vanmáttugar. Ég tók dæmi af Landspítalanum annars vegar, en vannýttri sjúkraþjónustu sum staðar úti á landi hins vegar. Ég sagði að það skipti þjóðina meira máli að byggja upp einn eða tvo góða háskóla, heldur en halda tórunni í sjö misgóðum háskólum. Ég sagði að við hefðum engin efni á að reka sendiráð útum allan heim og ættum hið snarasta að fækka þeim. Ég hefði getað haldið áfram bæði með fjölda alþingismanna, forsetaembættið og fleira , en varð að takmarka lengd greinarinnar. Ég sagði að við þyrftum að forgangsraða í stað þess að útfletja niðurskurðinn. Í þessu fólst árásin á landsbyggðina. Sjúkraþjóusta eða atvinnumál ? Ég tók sjúkradeildirnar úti á landi sem dæmi vegna þess að þrír heilbrigðisráðherrar höfðu lagt til að leggja þær niður, vegna hve vannýttar þær væru, en jafnframt dýrar í rekstri. Heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að með bættum samgöngum myndi sjúkraþjónusta á þessum stöðum ekki versna, jafanvel batna því Landspítalinn eða FNA veittu vandaðri meðferð en sjúkradeildirnar. Það er langt síðan farið var að senda alla þá sem slasast eða vekjast alvarlega strax í fyrrgreind sjúkrahús. Vannýting þeirra er m.a. vegna þessa. Þessi breyting myndi því litlu breyta um sjúkraþjónustu landsbyggðarinnar. Það átti jafnframt að styrkja heilsugæsluna. Ég hygg að fagleg yfirvöld hafi ekki gert ráð fyrir því að með þessu væri verið „að rústa heilbrigðisþjónustuna." Ég tók þessar deildir einnig sem dæmi vegna þeirrar heiftfúðar sem fyrirhuguð lokun þeirra kallaði fram. Það mátti ekki leyfa að faglegt mat á þjóðhagslegu gildi sjúkradeildanna yrði lagt til grundvallar. Var það vegna þess að aðstandendur þessara staða óttuðust niðurstöðuna? Eða snýst allt þetta fjaðrafok kannski um atvinnu í héraðinu en ekki um sjúkraþjónustu? Ég hef sennilega misskilið þetta, haldið að verið væri að tala um sjúkraþjónustu en ekki atvinnumál? Auðvitað er það skiljanlegt að fólk vilji styrkja byggðarlög sín. Það gerist ekki til langframa með því að ríkið haldi uppi atvinnu á stöðunum. Í nýlegri PISA skýrslu kemur fram að nemendur sumstaðar úti á landsbyggðinni haldi ekki í við jafnaldra þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Við það er ekki hægt að una og á því verður að vinna bót. En hver skyldi vera ástæða þess? Getur það verið, að svo fámenn þjóð geti ekki mannað kennslustöður allra þessara nýu framhaldsskóla og grípa þurfi til þess að láta líttmenntaða einstaklinga annast uppfræðslu ? Gæti það verið að sumstaðar fengju nemendur betri kennslu ef þeir væru sendir, eins og gert var með mig ungan, í þéttbýlið til framhaldsnáms? Það er þekkt fyrirbæri að öll gæði eru takmörkuð, einnig mannauður. Þess vegna ber okkur að nýta hann sem best hvar sem er á landinu. Ég er sannfærður um að ef framhaldsskólarnir yrðu fluttir til sveitarfélaganna þá yrðu þeir skipulagðir með mun skynsamlegri hætti en ríkið gerir nú, það hefur flutningur grunnskólanna sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er greinilega þungt undir fæti að ræða alvörumál án þess að gusað sé á mann tilfinningaþrungnum formælingum og ásökunum um landsbyggðarfjandsemi. Í grein benti ég á að ríkið þyrfti að spara og færði rök fyrir því, að það sé ekki sama hvernig það sé gert. Aðalsteinn Baldursson sendir mér tóninn 8. des.s.l. Til að auðvelda reiðilestur sinn, dylgjar hann um að ég telji landsbyggðina bagga á samfélaginu og fer í einhvern misskilinn samanburð um verðmætasköpun. Ýmislegt fleira smekklegt fylgir bráðlyndi hans, sem ég hirði ekki um að sinna. Við Íslendingar komumst ekki að neinni skynsamlegri niðurstöðu um framtíð lýðs og lands ef við höldum áfram að skiptast á skoðunum með svikabrigslyrðum eða slagorðum. Ég vil þó þakka Aðalsteini fyrir grein hans, því hún gefur tilefni til skýra betur hvað fyrir mér vakti með skrifum mínum þann 1.des. s.l. Megin mál mitt var að draga þurfi verulega úr ríkisútgjöldum. Við værum skuldug þjóð sem borgi háa vexti . Búið sé að þenja tekjukerfi ríkisins til hins ýtrasta. Vegna hallareksturs verði að lækka ríkisútgjöld. Ég lagði til að í stað þess að skera almennt niður í ríkiskerfinu skuli kerfið skorið upp. Ef við héldum áfram að skera niður á öllum sviðum, myndum við veika kjarnastofnanir ríkisins svo umtalsvert að þær gætu ekki sinnt alvöru gæða þjónustu fyrir þjóðina. Allar stofnanir og félagslegar tilfærslur yrðu vanmáttugar. Ég tók dæmi af Landspítalanum annars vegar, en vannýttri sjúkraþjónustu sum staðar úti á landi hins vegar. Ég sagði að það skipti þjóðina meira máli að byggja upp einn eða tvo góða háskóla, heldur en halda tórunni í sjö misgóðum háskólum. Ég sagði að við hefðum engin efni á að reka sendiráð útum allan heim og ættum hið snarasta að fækka þeim. Ég hefði getað haldið áfram bæði með fjölda alþingismanna, forsetaembættið og fleira , en varð að takmarka lengd greinarinnar. Ég sagði að við þyrftum að forgangsraða í stað þess að útfletja niðurskurðinn. Í þessu fólst árásin á landsbyggðina. Sjúkraþjóusta eða atvinnumál ? Ég tók sjúkradeildirnar úti á landi sem dæmi vegna þess að þrír heilbrigðisráðherrar höfðu lagt til að leggja þær niður, vegna hve vannýttar þær væru, en jafnframt dýrar í rekstri. Heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að með bættum samgöngum myndi sjúkraþjónusta á þessum stöðum ekki versna, jafanvel batna því Landspítalinn eða FNA veittu vandaðri meðferð en sjúkradeildirnar. Það er langt síðan farið var að senda alla þá sem slasast eða vekjast alvarlega strax í fyrrgreind sjúkrahús. Vannýting þeirra er m.a. vegna þessa. Þessi breyting myndi því litlu breyta um sjúkraþjónustu landsbyggðarinnar. Það átti jafnframt að styrkja heilsugæsluna. Ég hygg að fagleg yfirvöld hafi ekki gert ráð fyrir því að með þessu væri verið „að rústa heilbrigðisþjónustuna." Ég tók þessar deildir einnig sem dæmi vegna þeirrar heiftfúðar sem fyrirhuguð lokun þeirra kallaði fram. Það mátti ekki leyfa að faglegt mat á þjóðhagslegu gildi sjúkradeildanna yrði lagt til grundvallar. Var það vegna þess að aðstandendur þessara staða óttuðust niðurstöðuna? Eða snýst allt þetta fjaðrafok kannski um atvinnu í héraðinu en ekki um sjúkraþjónustu? Ég hef sennilega misskilið þetta, haldið að verið væri að tala um sjúkraþjónustu en ekki atvinnumál? Auðvitað er það skiljanlegt að fólk vilji styrkja byggðarlög sín. Það gerist ekki til langframa með því að ríkið haldi uppi atvinnu á stöðunum. Í nýlegri PISA skýrslu kemur fram að nemendur sumstaðar úti á landsbyggðinni haldi ekki í við jafnaldra þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Við það er ekki hægt að una og á því verður að vinna bót. En hver skyldi vera ástæða þess? Getur það verið, að svo fámenn þjóð geti ekki mannað kennslustöður allra þessara nýu framhaldsskóla og grípa þurfi til þess að láta líttmenntaða einstaklinga annast uppfræðslu ? Gæti það verið að sumstaðar fengju nemendur betri kennslu ef þeir væru sendir, eins og gert var með mig ungan, í þéttbýlið til framhaldsnáms? Það er þekkt fyrirbæri að öll gæði eru takmörkuð, einnig mannauður. Þess vegna ber okkur að nýta hann sem best hvar sem er á landinu. Ég er sannfærður um að ef framhaldsskólarnir yrðu fluttir til sveitarfélaganna þá yrðu þeir skipulagðir með mun skynsamlegri hætti en ríkið gerir nú, það hefur flutningur grunnskólanna sýnt.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun