Fjölnir tók fyrsta titil ársins 2011 Elvar Geir Magnússon skrifar 20. desember 2010 06:00 Í Futsal er notaður sérstakur bolti sem er minni í sniðum en sá sem er notaður utanhúss en er þyngri og skoppar síður. Hér er Fjölnismaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson í úrslitaleiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur. Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur.
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira