Kæri Reykvíkingur Jón Gnarr skrifar 1. maí 2010 20:18 Ég stofnaði Besta flokkinn vegna þess að ég var orðinn leiður á hegðun og framkomu stjórnmálamanna í borginni og langaði að gera athugasemd sem mark væri tekið á. Mig langaði að stríða þessu fólki, með því að draga upp afskræmda spegilmynd af því sjálfu. Ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á að horfa uppá borgina mína drabbast niður af vanrækslu og skipulagsleysi. Ég var orðinn þreyttur á innantómum vaðli stjórnmálamanna, loforðum þeirra, valdabaráttu, yfirborðsmennsku og hroka. Þess vegna byrjaði ég á þessu og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki og treysti og vissi að var sammála mér. Viðbrögð kjósenda hafa svo sýnt okkur að við erum ekki ein um þessa skoðun. Fólk er bara búið að fá nóg. Sá mikli stuðningur sem framboðið hefur fengið kom mér töluvert á óvart og mér finnst það því skilda mín að útskýra mál mitt betur fyrir fólki og lýsa því yfir að ef það er vilji kjósenda þá erum við til í að gera okkar besta. Ég hef búið í Reykjavík alla mína ævi og í flestum hverfum. Ég er alinn upp í Fossvoginum þegar hann var að byggjast upp, bjó lengi í Grafarvogi og síðustu 15 ár í vesturbæ. Ég þekki borgina vel. Hún er hluti af því hver ég er. Mér finnst Reykjavík orðin leiðinleg og ljót borg og mér finnst það vera þessu fólki að kenna, viðhorfum þeirra og athöfnum. Mér finnst það mjög sorglegt. Þetta þarf ekki að vera svona. Ég held að stjórnmálaflokkarnir hafi skemmt mjög mikið með tilveru sinni. Mér sýnast líka stjórnmálamenn meira uppteknir af sjálfum sér og hver öðrum en þeim verkefnum sem þeir voru ráðnir til að leysa. Mér skilst t.d. að kjörinn borgarfulltrúi starfi meira fyrir flokkinn sinn en borgina á hverjum degi. Þessu verður að breyta. Mig langar að búa í skemmtilegri borg sem er gaman að vera í. Ég vil geta sent börnin mín út án þess að vera hræddur um að það verði keyrt á þau. Ég vil að fjölskyldur hafi aðgang að skemmtilegum útivistarsvæðum þar sem eithvað líf er. Hljómskálagarðurinn og Miklatún bjóða uppá mikla möguleika. Afhverju hefur enginn séð ástæðu til að nýta þá möguleika? Þessi svæði eru ekki einu sinni girt af þótt í kring séu stórar umferðargötur. Afþreyging fyrir börn er í skammarlegu lágmarki. Í Hljómskálagarðinum t.d. er einn forljótur kofi og enn ljótari kassabíll. Hvoru tveggja er bæði útkrotað- og mýgið. Rétt hjá stendur eitthvað skringilegt víraverk. Þetta minnir á úthverfi í útlöndum en ekki lystigarð í miðborg. Engin merki um frumkvæði eða sköpun. Sama má segja um Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Hann hefur lítið sem ekkert breyst frá því hann var opnaður. Þar er mikill metnaður meðal starfsfólks en áhugaleysi ráðamanna og fjárskortur lamar það. Þegar ég á tíma fyrir son minn, sem er fjögurra ára, og spyr hann hvað við eigum að gera "skemmtilegt" saman þá stingur hann yfirleitt uppá Boltalandi í Ikea. Getum við virkilega ekki gert betur en þetta? Ég vil endurskipuleggja Húsdýragarðinn og tengja hann betur skólakerfinu. Ég vil fá ísbjörn þangað. Það er ekki ný hugmynd. Ég held að það hefði mikið aðdráttarafl og mundi jafnvel vekja heimsathygli. Lundinn er annað dýr sem hefði mikið aðdráttarafl. Það er einfalt mál að vera með lundaklett. Útlendingar hefðu mikinn áhuga á að sjá hann. Þeir elska lundann. Ég hef skrifað helstu náttúruverndarsamtökum heims og sagt þeim frá þessu og hef fengið mjög jákvæð viðbrögð. Ég vil koma lagi á samgöngur í borginni og endurhugsa strætisvagnakerfið. Það er eitt sem er alls ekki að virka. Ég vil skoða möguleika á að nota minni vagna en tíðari ferðir. Ég vil skoða möguleika á að rafbílavæða samgöngukerfið. Við eigum raforkuframleiðslufyrirtæki og tilvalið að nota það. Fulltrúi samgöngumála fyrir hönd Besta flokksins er rithöfundurinn Sjón. Hann hefur aldrei tekið bílpróf og þekkir þessi mál því mjög vel. Ég vil lækka fasteignagjöld og koma til móts við fólk í nýjum hverfum með því að miða útsvar við þjónustu. Fólk á ekki að vera að borga fyrir eithvað sem það er ekki að fá. Þetta á líka við um hundaeigendur. Þeir borga fyrir að fá að halda hund en fá litla sem enga þjónustu. Ég vil girða af lítil svæði þar sem hundaeigendur geta sleppt hundum sínum lausum og jafnvel sest á bekk. Svona svæði tíðkast í erlendum borgum, yrðu rekin af borginni og væru snyrtileg ólíkt hinu ógeðslega Geirsnefi. Miðbærinn er öllum Reykvíkingum kær. Þar slær hjarta borgarinnar. Hann einkennist nú af því hugsunar- og skipulagsleysi sem hér hefur ríkt árum saman. Forljótar aspir spretta eins og illgresi um allt. Hús eru endurbyggð en enginn veit hvað á að vera í þeim. Hér mætti tína endalaust til. Hver er t.d. tilgangurinn með hinu risavaxna graskeri á Lækjartorgi? Ég ráðlegg öllum að skoða það. Ég vil endurskipuleggja miðbæinn, gera hann fallegan og lifandi. Ég vil flytja húsin í Árbæjarsafninu aftur í miðbæinn og leigja þau til íbúðar og undir atvinnustarfsemi. Ég vil gera miðborgina skemmtilega. Ég vil t.d. láta gera styttur af kynlegum kvistum sem settu svip sinn á bæinn hér á árum áður. Ég vil gera styttu af Óla blaðasala, með áletruðum upplýsingum og jafnvel hljóðupptökum. Ég vil gera fleiri styttur af konum og ekki bara ljóðskáldum og kvenréttindafrömuðum heldur líka þeim konum sem allir muna eftir fyrir eitthvað annað. Ég vil styttu af Ástu Sigurðardóttur en líka af Báru sem kennd var við bleikt. Ég vil gera minnismerki til heiðurs nunnunum í Landakoti sem reistu hér fyrsta spítalann, björguðu þúsundum mannslífa en hafa aldrei fengið neina þökk fyrir. Fulltrúi okkar í skipulagsmálum er Páll Hjaltason arkitekt. Innflytjendamál eru stórt mál í Reykjavík. Ég tel að innflytjendum muni fjölga mikið á næstu árum og áratugum. Ég vil læra af mistökum nágrannaþjóða okkar. Þar hafa innflytjendur gjarnan einangrast í úthverfum. Ég bjó sjálfur í Angered í Gautaborg einu stærsta innflytjendahverfi á Norðurlöndum. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist hér vil ég reisa sérstök innflytjendahverfi inní Reykjavík þar sem ólíkir menningarstraumar fá notið sín. Verslanir með framandi vörur þurfa ekki að vera á Suðurlandsbraut eða í Súðavogi. Ég sé fyrir mér hverfi í ætt við Chinatown í New York í Reykjavík. Ég sé fyrir mér Pólskt hverfi og asískt, iðandi af mannlífi og starfsemi, veitingastaði og menningarviðburði. Það mætti jafnvel vera evrópskt hverfi eða jafnvel gay-hverfi. Möguleikarnir eru óendanlegir. Reykjavík, með allri sinni sérstöðu getur orðið skemmtilegasta borg í heimi. Hugmyndafræði stjórnmálaflokkanna er stöðnuð og kominn í blindgötu. Hér vantar skapandi hugsun og frumkvæði. Hana hafa þeir ekki. Kærleikur er ekki bara orð heldur miklufrekar verk. Það skiptir engu máli hvað þú segir ef þú gerir ekki neitt. Að lokum vil ég biðja alla sem eru sammála okkur að styðja okkur ef þeir geta. Þrátt fyrir gleði vinnum við af heilindum. Við erum öll, sem að þessu komum, að gefa vinnu okkar vegna þess að við trúum að það sem við séum að gera sé til góðs. Öll hjálp er vel þegin. Ef þú vilt kynna þér Besta flokkinn eða langar til að styðja hann fjárhagslega færðu allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar bestiflokkurinn.isKær kveðja, Jón Gnarr formaður Besta flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Vinsælast 2010 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég stofnaði Besta flokkinn vegna þess að ég var orðinn leiður á hegðun og framkomu stjórnmálamanna í borginni og langaði að gera athugasemd sem mark væri tekið á. Mig langaði að stríða þessu fólki, með því að draga upp afskræmda spegilmynd af því sjálfu. Ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á að horfa uppá borgina mína drabbast niður af vanrækslu og skipulagsleysi. Ég var orðinn þreyttur á innantómum vaðli stjórnmálamanna, loforðum þeirra, valdabaráttu, yfirborðsmennsku og hroka. Þess vegna byrjaði ég á þessu og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki og treysti og vissi að var sammála mér. Viðbrögð kjósenda hafa svo sýnt okkur að við erum ekki ein um þessa skoðun. Fólk er bara búið að fá nóg. Sá mikli stuðningur sem framboðið hefur fengið kom mér töluvert á óvart og mér finnst það því skilda mín að útskýra mál mitt betur fyrir fólki og lýsa því yfir að ef það er vilji kjósenda þá erum við til í að gera okkar besta. Ég hef búið í Reykjavík alla mína ævi og í flestum hverfum. Ég er alinn upp í Fossvoginum þegar hann var að byggjast upp, bjó lengi í Grafarvogi og síðustu 15 ár í vesturbæ. Ég þekki borgina vel. Hún er hluti af því hver ég er. Mér finnst Reykjavík orðin leiðinleg og ljót borg og mér finnst það vera þessu fólki að kenna, viðhorfum þeirra og athöfnum. Mér finnst það mjög sorglegt. Þetta þarf ekki að vera svona. Ég held að stjórnmálaflokkarnir hafi skemmt mjög mikið með tilveru sinni. Mér sýnast líka stjórnmálamenn meira uppteknir af sjálfum sér og hver öðrum en þeim verkefnum sem þeir voru ráðnir til að leysa. Mér skilst t.d. að kjörinn borgarfulltrúi starfi meira fyrir flokkinn sinn en borgina á hverjum degi. Þessu verður að breyta. Mig langar að búa í skemmtilegri borg sem er gaman að vera í. Ég vil geta sent börnin mín út án þess að vera hræddur um að það verði keyrt á þau. Ég vil að fjölskyldur hafi aðgang að skemmtilegum útivistarsvæðum þar sem eithvað líf er. Hljómskálagarðurinn og Miklatún bjóða uppá mikla möguleika. Afhverju hefur enginn séð ástæðu til að nýta þá möguleika? Þessi svæði eru ekki einu sinni girt af þótt í kring séu stórar umferðargötur. Afþreyging fyrir börn er í skammarlegu lágmarki. Í Hljómskálagarðinum t.d. er einn forljótur kofi og enn ljótari kassabíll. Hvoru tveggja er bæði útkrotað- og mýgið. Rétt hjá stendur eitthvað skringilegt víraverk. Þetta minnir á úthverfi í útlöndum en ekki lystigarð í miðborg. Engin merki um frumkvæði eða sköpun. Sama má segja um Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Hann hefur lítið sem ekkert breyst frá því hann var opnaður. Þar er mikill metnaður meðal starfsfólks en áhugaleysi ráðamanna og fjárskortur lamar það. Þegar ég á tíma fyrir son minn, sem er fjögurra ára, og spyr hann hvað við eigum að gera "skemmtilegt" saman þá stingur hann yfirleitt uppá Boltalandi í Ikea. Getum við virkilega ekki gert betur en þetta? Ég vil endurskipuleggja Húsdýragarðinn og tengja hann betur skólakerfinu. Ég vil fá ísbjörn þangað. Það er ekki ný hugmynd. Ég held að það hefði mikið aðdráttarafl og mundi jafnvel vekja heimsathygli. Lundinn er annað dýr sem hefði mikið aðdráttarafl. Það er einfalt mál að vera með lundaklett. Útlendingar hefðu mikinn áhuga á að sjá hann. Þeir elska lundann. Ég hef skrifað helstu náttúruverndarsamtökum heims og sagt þeim frá þessu og hef fengið mjög jákvæð viðbrögð. Ég vil koma lagi á samgöngur í borginni og endurhugsa strætisvagnakerfið. Það er eitt sem er alls ekki að virka. Ég vil skoða möguleika á að nota minni vagna en tíðari ferðir. Ég vil skoða möguleika á að rafbílavæða samgöngukerfið. Við eigum raforkuframleiðslufyrirtæki og tilvalið að nota það. Fulltrúi samgöngumála fyrir hönd Besta flokksins er rithöfundurinn Sjón. Hann hefur aldrei tekið bílpróf og þekkir þessi mál því mjög vel. Ég vil lækka fasteignagjöld og koma til móts við fólk í nýjum hverfum með því að miða útsvar við þjónustu. Fólk á ekki að vera að borga fyrir eithvað sem það er ekki að fá. Þetta á líka við um hundaeigendur. Þeir borga fyrir að fá að halda hund en fá litla sem enga þjónustu. Ég vil girða af lítil svæði þar sem hundaeigendur geta sleppt hundum sínum lausum og jafnvel sest á bekk. Svona svæði tíðkast í erlendum borgum, yrðu rekin af borginni og væru snyrtileg ólíkt hinu ógeðslega Geirsnefi. Miðbærinn er öllum Reykvíkingum kær. Þar slær hjarta borgarinnar. Hann einkennist nú af því hugsunar- og skipulagsleysi sem hér hefur ríkt árum saman. Forljótar aspir spretta eins og illgresi um allt. Hús eru endurbyggð en enginn veit hvað á að vera í þeim. Hér mætti tína endalaust til. Hver er t.d. tilgangurinn með hinu risavaxna graskeri á Lækjartorgi? Ég ráðlegg öllum að skoða það. Ég vil endurskipuleggja miðbæinn, gera hann fallegan og lifandi. Ég vil flytja húsin í Árbæjarsafninu aftur í miðbæinn og leigja þau til íbúðar og undir atvinnustarfsemi. Ég vil gera miðborgina skemmtilega. Ég vil t.d. láta gera styttur af kynlegum kvistum sem settu svip sinn á bæinn hér á árum áður. Ég vil gera styttu af Óla blaðasala, með áletruðum upplýsingum og jafnvel hljóðupptökum. Ég vil gera fleiri styttur af konum og ekki bara ljóðskáldum og kvenréttindafrömuðum heldur líka þeim konum sem allir muna eftir fyrir eitthvað annað. Ég vil styttu af Ástu Sigurðardóttur en líka af Báru sem kennd var við bleikt. Ég vil gera minnismerki til heiðurs nunnunum í Landakoti sem reistu hér fyrsta spítalann, björguðu þúsundum mannslífa en hafa aldrei fengið neina þökk fyrir. Fulltrúi okkar í skipulagsmálum er Páll Hjaltason arkitekt. Innflytjendamál eru stórt mál í Reykjavík. Ég tel að innflytjendum muni fjölga mikið á næstu árum og áratugum. Ég vil læra af mistökum nágrannaþjóða okkar. Þar hafa innflytjendur gjarnan einangrast í úthverfum. Ég bjó sjálfur í Angered í Gautaborg einu stærsta innflytjendahverfi á Norðurlöndum. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist hér vil ég reisa sérstök innflytjendahverfi inní Reykjavík þar sem ólíkir menningarstraumar fá notið sín. Verslanir með framandi vörur þurfa ekki að vera á Suðurlandsbraut eða í Súðavogi. Ég sé fyrir mér hverfi í ætt við Chinatown í New York í Reykjavík. Ég sé fyrir mér Pólskt hverfi og asískt, iðandi af mannlífi og starfsemi, veitingastaði og menningarviðburði. Það mætti jafnvel vera evrópskt hverfi eða jafnvel gay-hverfi. Möguleikarnir eru óendanlegir. Reykjavík, með allri sinni sérstöðu getur orðið skemmtilegasta borg í heimi. Hugmyndafræði stjórnmálaflokkanna er stöðnuð og kominn í blindgötu. Hér vantar skapandi hugsun og frumkvæði. Hana hafa þeir ekki. Kærleikur er ekki bara orð heldur miklufrekar verk. Það skiptir engu máli hvað þú segir ef þú gerir ekki neitt. Að lokum vil ég biðja alla sem eru sammála okkur að styðja okkur ef þeir geta. Þrátt fyrir gleði vinnum við af heilindum. Við erum öll, sem að þessu komum, að gefa vinnu okkar vegna þess að við trúum að það sem við séum að gera sé til góðs. Öll hjálp er vel þegin. Ef þú vilt kynna þér Besta flokkinn eða langar til að styðja hann fjárhagslega færðu allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar bestiflokkurinn.isKær kveðja, Jón Gnarr formaður Besta flokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar