Lyfjafræðingurinn Werner Rasmusson og kona hans Kristín Sigurðardóttir hafa gert með sér kaupmála, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Ekki er vitað hvað fólgið er í kaupmálanum.
Kaupmálar hafa löngum þótt jafn órómantískir sem þeir eru nauðsynlegir. Tveir synir Werners voru talsvert í fréttum beggja vegna hrunsins. Það eru þeir Karl og Steingrímur, kenndir við Milestone. Félagið er í gjaldþrotameðferð.
Werner sjálfur átti félagið Svartháf, að því er DV hefur greint frá. Þetta félag átti að greiða Glitni rúmlega 34 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Svartháfs fyrir árið 2008 sem skilað var til ársreikningaskrár þann 20. desember 2009.
Svartháfur skuldar Glitni þessa upphæð, segir DV, því félagið fékk lán frá bankanum í ársbyrjun 2008 upp á 190 milljónirevra, um 35 milljarða króna á núverandi gengi. Félagið endurlánaði lánið frá Glitni til annarra félaga sem voru dótturfélög Mileston.
Werner varð 79 ára nokkrum dögum eftir að kaupmálanum var lýst og Kristín, sem er seinni kona Werners, varð sjötug skömmu síðar.
Pabbi Wernersbræðra gerir kaupmála

Mest lesið


Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent
