Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. mars 2010 18:24 Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. Allt árið 2007 og stærstan hluta ársins 2008 var óvissa um fjármögnun Norðurturnsins við Smáralind sem var á vegum félagsins Norðurturninn ehf. sem var dótturfélag Fasteignafélags Íslands sem var að stærstum hluta í eigu Saxbygg. Verktaki við verkið var BYGG, sem var eigandi Saxbygg á móti eignarhaldsfélaginu Saxhól. Íslensku bankarnir voru tregir að lána fyrir framkvæmdunum, en meðal annars má nefna að Landsbankinn hafnaði fyrirtækinu um framkvæmdalán vorið 2008. Eins og fréttastofa greindi frá á laugardag hefur fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll sýnt tölvupóstssamskiptum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa í Glitni banka sérstakan áhuga. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur nú undir höndum einn af þessum tölvupóstum. Um er að ræða póst sem Björn Ingi Sveinsson, stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri Saxbygg, sendi Lárusi Welding hinn 1. september 2008, en þá hafði starfsfólk á fyrirtækjasviði Glitnis ekki tekið undir kröfur um fyrirkomulag fjármögnunar framkvæmda við Norðurturninn. Í póstinum segir: „Sæll Lárus (...) Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okkar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bankanum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báðir nóg annað að hugsa um. (...) Ég bið þig um að koma efni samkomulags okkar milliliðalaust niður til (starfsmanna fyrirtækjasviðs) þar sem boðin virðast ávallt ruglast á leið niður keðjuna og/eða á fundum lánanefndar. Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmdir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyrirtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar." segir stjórnarmaðurinn Björn Ingi við forstjórann Lárus, en Saxbygg var sjötti stærsti hluthafi Glitnis á þessum tímapunkti. Aðeins tveimur vikum síðar, eða hinn 17. september 2008, var lánasamningurinn upp á rúma fjóra milljarða króna undirritaður. Þetta var tveimur dögum eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum og 10 dögum áður en stjórnarformaður Glitnis gekk á fund seðlabankastjóra til að óska eftir neyðarláni, en algjört frost var á lánamörkuðum á þessum tíma. Björn Ingi Sveinsson var ekki í aðstöðu til að veita fréttastofu viðtal, en hann viðurkenndi að hafa sent Lárusi umræddan tölvupóst. Björn sagðist ekki hafa sent póstinn sem stjórnarmaður heldur hafi hann verið að krefjast þess að samkomulag sem Saxbygg hefði gert við Glitni yrði efnt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Fjármálaeftirlitið málið til athugunar. Óvíst er hvort bygging Norðurturnsins verði nokkurn tímann kláruð, en framkvæmdir við hana stöðvuðust í lok október 2008. Í lögum um fjármálafyrirtæki er lagt bann við því að stjórnarmenn komi að meðferð mála sem tengjast þeim beint, en í 55. gr. laganna segir að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eru fyrirsvarsmenn fyrir. Þess má geta að á sama tíma og Björn Ingi sendi póstinn, hinn 1. september 2008, var hann að byggja nýtt einbýlishús að Kópavogsbakka 8 en það var einmitt BYGG sem sá um þær framkvæmdir. Hugtakið skuggastjórnun hefur verið notað til að lýsa háttsemi þegar stór hluthafi, eða fulltrúi hans, segir stjórnanda í hlutafélagi hvaða ákvarðanir eigi að taka. Forstjóri hlutafélagsins er samt sá sem ber ábyrgð þar sem hann sækir umboð sitt til stjórnar hlutafélagsins sem er æðsta ákvörðunarvald þess milli aðalfunda. Hugtakið er að erlendri fyrirmynd, en kemur ekki fyrir í íslenskum lögum. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira
Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. Allt árið 2007 og stærstan hluta ársins 2008 var óvissa um fjármögnun Norðurturnsins við Smáralind sem var á vegum félagsins Norðurturninn ehf. sem var dótturfélag Fasteignafélags Íslands sem var að stærstum hluta í eigu Saxbygg. Verktaki við verkið var BYGG, sem var eigandi Saxbygg á móti eignarhaldsfélaginu Saxhól. Íslensku bankarnir voru tregir að lána fyrir framkvæmdunum, en meðal annars má nefna að Landsbankinn hafnaði fyrirtækinu um framkvæmdalán vorið 2008. Eins og fréttastofa greindi frá á laugardag hefur fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll sýnt tölvupóstssamskiptum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa í Glitni banka sérstakan áhuga. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur nú undir höndum einn af þessum tölvupóstum. Um er að ræða póst sem Björn Ingi Sveinsson, stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri Saxbygg, sendi Lárusi Welding hinn 1. september 2008, en þá hafði starfsfólk á fyrirtækjasviði Glitnis ekki tekið undir kröfur um fyrirkomulag fjármögnunar framkvæmda við Norðurturninn. Í póstinum segir: „Sæll Lárus (...) Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okkar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bankanum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báðir nóg annað að hugsa um. (...) Ég bið þig um að koma efni samkomulags okkar milliliðalaust niður til (starfsmanna fyrirtækjasviðs) þar sem boðin virðast ávallt ruglast á leið niður keðjuna og/eða á fundum lánanefndar. Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmdir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyrirtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar." segir stjórnarmaðurinn Björn Ingi við forstjórann Lárus, en Saxbygg var sjötti stærsti hluthafi Glitnis á þessum tímapunkti. Aðeins tveimur vikum síðar, eða hinn 17. september 2008, var lánasamningurinn upp á rúma fjóra milljarða króna undirritaður. Þetta var tveimur dögum eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum og 10 dögum áður en stjórnarformaður Glitnis gekk á fund seðlabankastjóra til að óska eftir neyðarláni, en algjört frost var á lánamörkuðum á þessum tíma. Björn Ingi Sveinsson var ekki í aðstöðu til að veita fréttastofu viðtal, en hann viðurkenndi að hafa sent Lárusi umræddan tölvupóst. Björn sagðist ekki hafa sent póstinn sem stjórnarmaður heldur hafi hann verið að krefjast þess að samkomulag sem Saxbygg hefði gert við Glitni yrði efnt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Fjármálaeftirlitið málið til athugunar. Óvíst er hvort bygging Norðurturnsins verði nokkurn tímann kláruð, en framkvæmdir við hana stöðvuðust í lok október 2008. Í lögum um fjármálafyrirtæki er lagt bann við því að stjórnarmenn komi að meðferð mála sem tengjast þeim beint, en í 55. gr. laganna segir að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eru fyrirsvarsmenn fyrir. Þess má geta að á sama tíma og Björn Ingi sendi póstinn, hinn 1. september 2008, var hann að byggja nýtt einbýlishús að Kópavogsbakka 8 en það var einmitt BYGG sem sá um þær framkvæmdir. Hugtakið skuggastjórnun hefur verið notað til að lýsa háttsemi þegar stór hluthafi, eða fulltrúi hans, segir stjórnanda í hlutafélagi hvaða ákvarðanir eigi að taka. Forstjóri hlutafélagsins er samt sá sem ber ábyrgð þar sem hann sækir umboð sitt til stjórnar hlutafélagsins sem er æðsta ákvörðunarvald þess milli aðalfunda. Hugtakið er að erlendri fyrirmynd, en kemur ekki fyrir í íslenskum lögum.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira