Hærra útsvar í borginni, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. desember 2010 09:40 Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun