Fyrirmynd frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 24. nóvember 2010 21:10 Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun