Afríka á engan þingmann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2011 08:06 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun