Fagnaðarefni Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2011 10:46 Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar