Logi leggur skóna á hilluna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 10:06 Logi Geirsson í leik með FH á síðasta tímabili. Mynd/Daníel Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson" Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson"
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira