Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2011 21:00 Haukar og Keflavík töpuðu bæði óvænt í kvöld. Mynd/Valli Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira