Sportvörurisinn Amer Sports hefur keypt íslenska fyrirtækið Nikita. Aðalheiður Birgisdóttir stofnaði Nikita fyrir ellefu árum og hefur stýrt því en fyrirtækið framleiðir snjóbretta og tískufatnað með áherslu á vörur fyrir konur. Hjá Nikita starfa á fjórða tug manna, þar af þar af 8 í hönnun, vöruþróun og framleiðslu. Ársvelta Nikita nemur um 1,2 milljarði króna að því er fram kemur í frétt um málið á Reuters. Kaupverð kemur ekki fram í fréttinni.
Nikita var stofnað árið 2000 af Aðalheiði Birgisdóttur, Rúnari Ómarssyni, Valdimari Kristinni Hannessyni og Þórði Höskuldssyni. Nýsköpunarsjóður kom að félaginu árið 2000 og hlutdeild sjóðsins er 46,9%. Aðalheiður hefur frá byrjun verið aðalhönnuður Nikita.
Þar er haft eftir Andy Towne, einum af forsvarsmönnum Amer Sports, sem meðal annars á vörumerki á borð við Salomon, Wilson, Atomic, Arc'teryx, segir að með því að fá Nikita undir sinn hatt sé Amer Sports orðið leiðandi í sölu á snjóbrettavörum og fatnaði í þeim geira.
Amer Sports var um tíma að hluta í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Novator seldi hlutinn árið 2009.
Aðalheiður Birgisdóttir ræddi um Nikita í Klinkinu hér á Vísi fyrir skömmu. Viðtalið má sjá hér.
Amer Sports kaupir Nikita
Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent