Horfur batna innan Evrópusambandsins 3. mars 2011 05:00 Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá ESB segir aðildarríki sambandsins vera að rétta úr kútnum. Fréttablaðið/AP Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira