Skuldir óreiðumanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun