Norðurlönd vísa veg til sjálfbærni Samstarfsráðherrar Norðurlandanna skrifar 15. apríl 2011 07:00 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun