30 milljónir til atvinnumála kvenna Guðbjartur Hanneson skrifar 29. apríl 2011 06:00 Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun