Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa? Jón Þór Ólafsson skrifar 18. maí 2011 06:00 Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar